Vefgerðin

Tanzanice

www.tanzanice.net

Það var einstaklega gaman og gefandi að endurhanna síðu fyrir hjónin Dr. Önnu Elísabetu og Viðar Viðarsson sem reka gistiheimilið Tanzanice í Karatu í Tansaníu. Tanzanice er reyndar svo miklu meira en gistiheimilið þar sem Anna og Viðar gera allt sem þau geta til að styrkja samfélagið í Karatu með margvíslegum verkefnum. Frábært fólk sem lætur gott af sér leiða.

Við hjálpuðum þeim líka með textann á síðunni og leiðbeindum þeim hvernig best væri að setja fram upplýsingar á síðunni svo allt væri sem skýrast.