Vefgerðin

Must See

www.mustsee.is

Ferðasíðan Must See opnaði í byrjun janúar 2017 og sá Vefgerðin um þróun, hönnun, kóðun og textaskrif á síðunni frá A til Ö.

Markmið síðunnar er að kynna erlenda ferðamenn fyrir öllu því besta sem Ísland hefur uppá að bjóða, hvort sem það eru ferðir, staðir, verslanir eða veitingastaðir. Á síðunni er einnig hægt að finna góð ráð fyrir útlendinga um reglur og siði á Íslandi en líka sparnaðarráð ef pyngjan er létt. Á síðunni eru einnig seldar sérvaldar ferðir um Ísland.

Hugmyndin á bak við síðuna er að erlendum ferðamönnum eigi að líða eins og þeir séu að tala við vin sem er að mæla með einhverju þegar þeir lesa skrif á síðunni og að þeir fái að kynnast stöðum og kennileitum sem er ef til vill ekki að finna í öllum ferðabókum.

Samstarfið við Must See er enn í gangi og verður það vonandi um ókomna framtíð, enda afar gjöfult og gott.

VERÐLAUNIN OKKAR Við elskum að vera sigurvegarar

Fyrir
Must See in Iceland

  • Design Nominees’ Site of the Day
  • Special Kudos from CSS Design Awards
  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Secret Solstice

  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Mekong Tourism

  • TB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website
  • HSMAI Adrian-verðlaunin fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun
  • Besta vefsíðan á PATA Gold-verðlaunahátíðinni

Fyrir
Telenor Sat

  • Two Transform Awards, gold and bronze

Fyrir
Daily Mail

  • 2012 Press Awards for Best website

Einnig yfir 20 verðlaun og tilnefningar til annarra minni vefverðlauna um heim allan