Vefgerðin

Mekong Tourism Forum

www.mekongtourismforum.org

Það er aldrei leiðinlegt að víkka sjóndeildarhringinn og það gerði einn starfsmaður Vefgerðarinnar svo sannarlega þegar hann sótti Asíu heim og hannaði og kóðaði vefsíðu fyrir ráðstefnuna Mekong Tourism Forum.

Mekong er ein þekktasta á í heimi en hún rennur í gegnum Kína, Myanmar, Laos, Taíland, Kambódíu og Víetnam. Þar er sívaxandi ferðamannastraumur og því þarf góða vefsíðu fyrir þá sem standa að ferðaþjónustunni.