Vefgerðin

Kraftur

www.kraftur.org

Eftir mjög vel heppnað bökunarmaraþon Blaka, sem Lilja Katrín, starfsmaður Vefgerðarinnar, stóð fyrir ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi, öðrum starfsmanni Vefgerðarinnar, var ákveðið að taka fjáröflunina skrefinu lengra fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þess.

Í bökunarmaraþoninu safnaðist rúm hálf milljón fyrir Kraft og í kjölfar þess var tekin ákvörðun innan Vefgerðarinnar að styrkja Kraft enn frekar með nýrri heimasíðu sem inniheldur meðal annars vefverslun og skráningarkerfi.

Heimasíðan var opnuð miðvikudaginn 11. janúar 2017, í takti við nýja herferð Krafts undir yfirskriftinni Lífið er núna – það þarf kraft til að takast á við krabbamein. Það má með sanni segja að þetta samstarf Krafts og Vefgerðarinnar sé búið að vera mjög farsælt og við erum stolt af því að hafa fengið að taka þátt í starfi þessa magnaða stuðningsfélags. Það er svo sannarlega kraftur í Kraftsliðum!

VERÐLAUNIN OKKAR Við elskum að vera sigurvegarar

Fyrir
Must See in Iceland

  • Design Nominees’ Site of the Day
  • Special Kudos from CSS Design Awards
  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Secret Solstice

  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Mekong Tourism

  • TB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website
  • HSMAI Adrian-verðlaunin fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun
  • Besta vefsíðan á PATA Gold-verðlaunahátíðinni

Fyrir
Telenor Sat

  • Two Transform Awards, gold and bronze

Fyrir
Daily Mail

  • 2012 Press Awards for Best website

Einnig yfir 20 verðlaun og tilnefningar til annarra minni vefverðlauna um heim allan