Eftir mjög vel heppnað bökunarmaraþon Blaka, sem Lilja Katrín, starfsmaður Vefgerðarinnar, stóð fyrir ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi, öðrum starfsmanni Vefgerðarinnar, var ákveðið að taka fjáröflunina skrefinu lengra fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þess.

Í bökunarmaraþoninu safnaðist rúm hálf milljón fyrir Kraft og í kjölfar þess var tekin ákvörðun innan Vefgerðarinnar að styrkja Kraft enn frekar með nýrri heimasíðu sem inniheldur meðal annars vefverslun og skráningarkerfi.

Heimasíðan var opnuð miðvikudaginn 11. janúar 2017, í takti við nýja herferð Krafts undir yfirskriftinni Lífið er núna – það þarf kraft til að takast á við krabbamein.