Vefgerðin

Café Haiti

www.cafehaiti.is

Við hikuðum ekki við að segja stórt JÁ þegar yndislega fólkið á kaffihúsinu og veitingastaðnum Café Haiti hafði samband og vildi nýja heimasíðu.

Við, eins og svo margir Íslendingar, elskum kaffið á Café Haiti og fannst okkur gríðarlega gaman að hafa góða og gilda afsökun til að heimasækja þennan huggulega stað við höfnina.

Samstarfið er búið að ganga ákaflega vel og ætlum við að halda áfram að vinna að síðunni í framtíðinni, því góðir hlutir geta alltaf orðið enn betri. Eina vandamálið er að við náum ekki að halda fullri einbeitingu þegar við rennum yfir kaffilistann – það er allt svo girnilegt!