Vefgerðin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

www.hæfni.is

Við fengum ansi hreint hressandi bón í byrjun árs 2017. Að setja upp vefsíðu fyrir nýtt verkefni sem heitir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Markmið þess er að auka hæfni ferðaþjónustunnar á Íslandi. Fannst okkur þetta kjörið verkefni fyrir okkur þar sem við höfum unnið talsvert mikið í ferðaþjónustubransanum, bæði hér heima og erlendis.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og gekk samstarfið við alla þar innanborðs vægast sagt vel. Verkefnið var vel skipulagt frá A til Ö og gekk eins og í sögu.

Við erum mjög ánægð með síðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og okkur hlakkar til að sjá hvernig þetta verkefni dafnar og blómstrar í nánustu framtíð.