Vefgerðin

Um Okkur

Vefgerðin er framkvæmdahús sem stofnuð var af fjölhæfum einstaklingum sem hafa áralanga reynslu í vefsíðugerð, bæði hér heima og erlendis, markaðssetningu á netinu, kynningarstörfum, textagerð og vörumerkjahönnun og -þróun.

En hvað er framkvæmdahús? Jú, það er staður þar sem hugmyndir öðlast líf og verða að raunveruleika með nánu samstarfi okkar og þín. Við sérhæfum okkur í vefsíðum á heimsmælikvarða og leggjum mikið upp úr því að vinna náið með þeim sem leita til okkar til að ferðalagið frá hugmynd til raunveruleika verði arðbært, lærdómsríkt, gefandi og skemmtilegt. Við sjáum líka til þess að þitt vörumerki líti vel út á hvaða tæki sem er og leggjum metnað í að gera allt þitt efni sem aðgengilegast á netinu.

Þó við sérhæfum okkur í vefsíðugerð er margt annað sem Vefgerðin tekur sér fyrir hendur. Ef þú leitar til okkar með þitt vörumerki hugsum við vel um það og kynnum þig fyrir áhugaverðum og nýjum leiðum sem þú getur farið með vörkumerkið svo það geti vaxið og dafnað um ókomna framtíð. Ef þú átt ekki vörumerki en ert með hugmynd um hvernig þú vilt markaðssetja þitt fyrirtæki getum við líka hjálpað þér að skapa ímynd sem gæti orðið betri og sterkari en þú gast ímyndað þér.

Þú getur líka leitað til okkar ef þú þarft meiri innblástur í markaðssetningu á netinu eða kynningarstörfum svo þitt fyrirtæki og vörumerki skeri sig úr á markaðnum. Textagerð er annað sem við bjóðum stolt upp á enda er góður texti gulls ígildi. Og ef þú heldur að þetta sé alltof stórt og flókið verkefni til að ráðast í þá gerum við það ofureinfalt fyrir þig.

Endilega hafðu samband ef eitthvað af þessu heillar þig – engin áskorun er of lítil eða stór fyrir Vefgerðina.

Okkar Þjónusta.

Besta leiðin fyrir þig til að ná markmiðunum þínum er að bjóða viðskiptavinum þínum upp á það besta sem stafræni heimurinn hefur upp á að bjóða.

Spjallið
Áður en við dembum okkur í verkið er mjög mikilvægt að ég kynni mér þarfir þínar, vonir þínar og væntingar. Þess vegna byrja ég ávallt á að spyrja réttu spurninganna og smíða fjárhagsáætlun. Þannig tryggi ég að við séum á sömu blaðsíðunni í þessum spennandi kafla.

Hönnun
Við þurfum að skríða áður en við getum gengið. Í lok þessa fasa kynni ég lokahönnun, en í þessu skapandi ferli frá draumi til veruleika leyfi ég þér að fylgjast með frá A til Ö þannig að þú getir séð lokatakmarkið áður en við vindum okkur í þróunarfasann.

Þróun
Hér gerast töfrarnir. Ég er ekki aðeins hönnuður heldur sérhæfi ég mig líka í vefþróun. Ég get unnið náið með öðrum í sama geira til að ná settum markmiðum. Ég get einnig unnið einn að þínu verkefni frá upphafi til enda.

Gæðin skipta öllu máli
Það er lítið gagn að fallegri, stafrænni lausn ef hún virkar ekki. Þá er þetta bara enn ein slóðin í tenglahafi internetsins. Þess vegna legg ég mikið upp úr því að halda skjólstæðingum mínum vel upplýstum í gegnum allt ferlið svo við getum unnið saman að bestu, mögulegu lausninni.

VERÐLAUNIN OKKAR Við elskum að vera sigurvegarar

Fyrir
Must See in Iceland

  • Design Nominees’ Site of the Day
  • Special Kudos from CSS Design Awards
  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Secret Solstice

  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Mekong Tourism

  • TB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website
  • HSMAI Adrian-verðlaunin fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun
  • Besta vefsíðan á PATA Gold-verðlaunahátíðinni

Fyrir
Telenor Sat

  • Two Transform Awards, gold and bronze

Fyrir
Daily Mail

  • 2012 Press Awards for Best website

Einnig yfir 20 verðlaun og tilnefningar til annarra minni vefverðlauna um heim allan