Vefgerðin

Lærðu á WordPress á einu kvöldi

Námskeið þar sem farið er yfir öll undirstöðuatriði vefumsjónarkerfisins WordPress. Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti sett upp einfalda síðu í kerfinu að námskeiði loknu.

Verð: 19.900 kr.

Lærðu á WordPressSamtals: 3 1/2 kennslustund + 1/2 klukkutími í pásur
Kennari: Guðmundur R. Einarsson, GRE
Um litla hópa er að ræða og verða dagsetningar ákveðnar í samráði við þátttakendur.

Námskeiðslýsing

Guðmundur R. Einarsson kynnir nemendur fyrir WordPress-kerfinu sem er ókeypis vefumsjónarkerfi og það vinsælasta af sinni tegund á netinu í dag.

Guðmundur fer yfir hvernig á að stofna WordPress-reikning, hvernig á að velja snið (“template”) og nokkur undirstöðuatriði, eins og hvernig á að setja inn færslur, setja inn myndir og annað til að setja upp vefsíðu.

 

Á seinni hluta námskeiðsins fer Guðmundur yfir aðra möguleika sem felast í WordPress. Hann kynnir nemendur fyrir alls kyns tengingum (“plugins”) sem eru mjög vinsæl í WordPress og bjóða upp á marga möguleika. Meðal þess sem er hægt að gera með réttri tengingu er að búa til form og skoðanakannanir, tengja við póstlista, hafa síðuna á mörgum tungumálum og tengja við samfélagsmiðla.

Guðmundur kynnir nemendur einnig fyrir síðu eins og Theme Forrest þar sem hægt er að kaupa ódýr snið (“template”) fyrir WordPress-síður. Guðmundur fer einnig yfir hvernig þessi snið eru sett upp.

Í lok námskeiðsins geta nemendur fengið að æfa sig á grunnatriðum WordPress sem þeir hafa lært á námskeiðinu. Spurningar og hópsamtal um lærdóm kvöldsins.