Vefgerðin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir

AKA: Lilly Vanilly

Starfsheiti: Textasmiður

lilja@vefgerdin.is

Lilja hefur starfað sem blaðamaður í meira en áratug og hringt oftar í Audda og Sveppa en góðu hófi gegnir. Lilja er ekki hrifin af jóga og andlegum málefnum en fær sína hugleiðslu í eldhúsinu heima þar sem hún töfrar fram dísætt og dásamlegt bakkelsi fyrir bökunarbloggið sitt, Blaka. Svo er Lilja svo mikil keppnismanneskja að hún rotaðist einu sinni í skvassi og hefur í ófá skipti verið nálægt því að stórslasa sig eða aðra í brennó. Já, brennó.

Hver er Lilly Vanilly?

“Guilty Pleasure” lag?
Life is a Highway með Rascal Flatts. Ekki dæma mig.
Þarf alltaf að vera vín?
Já, sérstaklega Gin & Tonic.
Fyrsta tölvan?
Nintendo. Þessi gamla með leikjunum sem þurfti að blása í.
Uppáhalds veitingastaður?
Le Bistro og borgarinn á Chuck Norris Grill.
Í hvaða borgum hefurðu búið?
Reykjavík, Granada, Árósum, Hua Hin, Bangkok og Kópavogi.
Hvort myndirðu frekar vilja vera maður með apaheila eða api með mannsheila?
Api með mannsheila.