Vefgerðin

Náðu tökum á WordPress á einu kvöldi

Guðmundur R. Einarsson, stjörnuvefarinn okkar hér í Vefgerðinni, heldur ansi hressandi námskeið þann 6. október næstkomandi í húsakynnum Ljósmyndaskólans, Hólmaslóð 6 í Reykjavík.

Á námskeiðinu fer Guðmundur, eða GRE eins og hann er oft kallaður, yfir öll undirstöðuatriði vefumsjónarkerfisins WordPress sem er ókeypis kerfi og vinsælasta kerfi sinnar tegundar í vefheimum í dag. Markmið námskeiðsins er að nemendur geti sett upp einfalda síðu í WordPress, uppfært hana og haldið utan um hana. Tilvalið fyrir einyrkja sem vilja koma sér á framfæri á netinu, fyrir alla sem vinna í WordPress-umhverfinu og þá sem hafa áhuga á vefsíðugerð með hjálp WordPress.

Kennt er frá 18.00-22.00 og þurfa nemendur aðeins að koma með sjálfa sig þar sem boðið er upp á kvöldmat á staðnum. Aðeins 8-12 komast að á námskeiðinu en hægt er að skrá sig hér.

Nú er tækifærið að læra rækilega á WordPress af manni sem hefur verið í bransanum í tvo áratugi og gert vefsíður á borð við Daily Mail og CNN. Ef einhver veit nánast allt um WordPress er það hann.

Hik er sama og tap. Eyddu æðislegri kvöldstund með okkur í skapandi umhverfi.

VERÐLAUNIN OKKAR Við elskum að vera sigurvegarar

Fyrir
Must See in Iceland

  • Design Nominees’ Site of the Day
  • Special Kudos from CSS Design Awards
  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Secret Solstice

  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Mekong Tourism

  • TB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website
  • HSMAI Adrian-verðlaunin fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun
  • Besta vefsíðan á PATA Gold-verðlaunahátíðinni

Fyrir
Telenor Sat

  • Two Transform Awards, gold and bronze

Fyrir
Daily Mail

  • 2012 Press Awards for Best website

Einnig yfir 20 verðlaun og tilnefningar til annarra minni vefverðlauna um heim allan