Vefgerðin

Við hönnum líka piparkökuhús

Við hjá Vefgerðinni erum beðin um að taka að okkur alls kyns verkefni, sem við gerum yfirleitt með bros á vör. Hún Lilja okkar hjá Blaka fékk sérstaklega hressandi verkefni rétt fyrir jól frá fyrirtæki í Reykjavík – að hanna og búa til piparkökuhús fyrir heimsmeistarakeppnina í piparkökuhúsagerð sem haldin var í Hörpu þann 28. desember.

Lilja sagði já, þó að hún hafi aldrei áður sérhannað og -smíðað piparkökuhús á ævinni. Og það mitt í allri jólaösinni og stressinu. Ekki hafa samt áhyggjur – Lilja kann að multitaska þannig að börnin hennar fengu ný jólaföt, jólagjafir og gott að borða. Hún er líka rosalega vel gift og fékk dyggan stuðning frá eiginmanni sínum, sem í daglegu tali er kallaður GRE.

Lilja ákvað að hanna og búa til skautasvell sem var hálfur metri á breidd. Hún ákvað strax í byrjun að fegurðin yrði að vera í smáatriðum í þessu metnaðarfulla verki og því hannaði hún og bakaði alls kyns fígúrúr og mannvirki til að búa til fullt af sögum í verkinu.

Það tók margar, margar klukkustundir að búa til þetta piparkökuhús – sem er meira eins og heilt þorp. Lilja vandaði sig eins mikið og hún gat og stefndi auðvitað á sigur fyrir fyrirtækið sem hún hannaði verkið fyrir.

En allt kom fyrir ekki. Þegar á hólminn var komið voru það atvinnubakarar frá Brauð og co sem fóru með sigur af hólmi. En Lilja er samt geysilega stolt af verkinu sínu og segir frá því frá A til Ö á blogginu sínu. Smellið hér til að lesa meira um þetta sykursæta verkefni.

Hér eru svo nokkrar myndir af ferlinu:

VERÐLAUNIN OKKAR Við elskum að vera sigurvegarar

Fyrir
Must See in Iceland

  • Design Nominees’ Site of the Day
  • Special Kudos from CSS Design Awards
  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Secret Solstice

  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Mekong Tourism

  • TB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website
  • HSMAI Adrian-verðlaunin fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun
  • Besta vefsíðan á PATA Gold-verðlaunahátíðinni

Fyrir
Telenor Sat

  • Two Transform Awards, gold and bronze

Fyrir
Daily Mail

  • 2012 Press Awards for Best website

Einnig yfir 20 verðlaun og tilnefningar til annarra minni vefverðlauna um heim allan