Við hjá Vefgerðinni höfum verið svo heppin að vinna mikið fyrir lögregluna allt frá árinu 2014.

Nýjasta afurðin úr því samstarfi er Sektarreiknir, sem lögreglan bað sérstaklega um. Lausnin vakti reyndar svo mikla lukku að Samgöngustofa keypti hana líka! Við erum greinilega að gera eitthvað rétt!

Ef maður skoðar Sektarreikninn getur maður auðveldlega séð hvaða sektir liggja við hinum ýmsu brotum; allt frá því að skafa ekki rúðurnar yfir í keyra yfir á eldrauðu ljósi.

Það er alveg hægt að gleyma sér í þessum Sektarreikni, þó við segjum sjálf frá, og er afar fróðlegt að sjá hve háar sektirnar eru. Hugsanlega gæti þetta virkað sem forvörn fyrir einhverja, enda með eindæmum heimskulegt að brjóta lögin, en það er sláandi að sjá hvað axarsköftin kosta, svona svart á hvítu.

Sektarreiknir