Vefgerðin

Við elskum þessa tengingu!

Við fáum ansi mikið af fyrirspurnum frá ferðaþjónustufyrirtækjum um heimasíðugerð, sérstaklega eftir að vefur Saga Travel fór í loftið en sá vefur hefur orðið til þess að auka sölu á ferðum til muna.

Þess vegna ákváðum við að búa til pakka fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja selja ferðir um Ísland á einfaldan og skilvirkan máta og útrýma öllum flækjustigum sem geta fylgt því að selja ferðir.

Vefsíða Saga Travel hefur vakið athygli út um allan heim.

Í pakkanum okkar er nefnilega frekar hressandi “plugin” sem okkur finnst algjörlega mergjað. Já, við erum að reyna að koma orðinu mergjað aftur í tísku! Þetta “plugin” er búið til fyrir WordPress og brúar bilið á milli Bókunar, sem flestir í ferðaþjónustunni nota til að halda utan um ferðir, og heimasíðu ferðaþjónustuaðilans.

Við erum brjálæðislega stolt af þessari tengingu. Og já, við vitum hvað þið eruð að hugsa: Hvernig getur eitt “plugin” gert fólk svona yfir sig hamingjusamt? Einfaldlega út af því að það virkar svo rosalega vel og við höfum dæmi til að sanna það. Ekki bara Saga Travel, sem við minntumst á hér í byrjun færslunnar, heldur líka heimasíða hestaleigunnar Laxnes. Eftir að við brúuðum þetta bil fyrir fólkið þar hefur sala á hestaferðum aukist um næstum því helming – og tekjurnar eru eftir því.

Wordpress + plugin = snilld!

Pakkinn okkar, með þessu geggjaða “plugin” sem við fáum ekki leið á að tala um, kostar skitnar 499.000 krónur + vsk (þarf alltaf að vera vsk?!) en við teljum að þessi fjárfesting eigi eftir að borga sig upp á örskömmum tíma.

Ef þú þarft á frekari sannfæringu að halda þá geturðu bara komið og fengið þér köku með okkur. Hún er alveg ókeypis en gæti kostað þig nokkrar mínútur af einskærri og yndislegri sykurvímu.

VERÐLAUNIN OKKAR Við elskum að vera sigurvegarar

Fyrir
Must See in Iceland

  • Design Nominees’ Site of the Day
  • Special Kudos from CSS Design Awards
  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Secret Solstice

  • Awwwards’ Merit for Commendable Sites

Fyrir
Mekong Tourism

  • TB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website
  • HSMAI Adrian-verðlaunin fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun
  • Besta vefsíðan á PATA Gold-verðlaunahátíðinni

Fyrir
Telenor Sat

  • Two Transform Awards, gold and bronze

Fyrir
Daily Mail

  • 2012 Press Awards for Best website

Einnig yfir 20 verðlaun og tilnefningar til annarra minni vefverðlauna um heim allan